Sálfræðinemar hafa orðið

sunnudagur, maí 22, 2005

Arg, ég er brjáluð

Var að lesa grein í viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Fyrirsögnin er "Stefnumót óræðni og agaðs skipulags". Þar er talað um samstarfs verkfræðinga og einhvers guðfræðisálgreinis. Upphafsorð greinarinnar hljóma svona:

"Ímynd verkfræðinnar er rúðustrikað blað, útreikningar og staðlaðir verkferlar. Ekki mikið svigrúm þar. Guðfræði og sálfræði hafa hins vegar á sér stimpil sveigjanleika, óræðni og endalausrar leitar. Vekur ekki tilfinningu um kalt og agað raunsæi."

ARRRRRRRRRRRRRRRRRG!!!!!!! Hvaða djöfulsins della er þetta?!? Á einhver bévítans sálgreinir að representera sálfræðina? Mikið held ég nú að þetta muni bæta ímynd sálfræðinga á meðal verkfræðinga, eða hitt þó heldur. Óræðni? Leit? ANDSTÆÐA VIÐ RAUNSÆI?!?

Mér er skapi næst að skrifa í blöðin. Hver er með í því?

mánudagur, maí 16, 2005

Eru nokkuð allir dauðir?

Bara að pæla svona...

föstudagur, maí 13, 2005

Uppástunga að nýju valnámskeiði

Mér finnst að sálfræðiskor þurfi að fara að huga að meiri tengslum við atvinnulífið og kynna fyrir nemendum hvernig hægt sé að hagnýta sálfræðina. Þess vegna finnst mér að það ætti að bjóða upp á valkúrs sem gæti verið einhvern veginn svona uppbyggður:

-Lesa bók um hagnýtingarmöguleika sálfræði
-Fá sálfræðimenntaða gestafyrirlesara úr atvinnulífinu
-Gera nokkuð stórt lokaverkefni þar sem sálfræðiþekking er hagnýtt, ef til vill í samstarfi við fyrirtæki

Ályktun frá Félagi prófessora og Félagi háskólakennara um fjárhagsvanda Háskóla Íslands (12.05.2005)

Ég leyfi mér að birta þetta í heild sinni því ég er algjörlega sammála þessu. Textinn er tekinn af Hi.is.

- - - - - - - - - -

Félag prófessora og Félag háskólakennara fagna framkominni stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Úttektin leiðir í ljós að Háskólinn býr við fjársvelti og að fjárveitingar til hans eru langt undir því sem tíðkast meðal sambærilegra háskóla í nágrannalöndunum.

Fjárveitingar ríkisins til Háskólans á hvern nemanda hafa farið lækkandi á undanförnum árum og framlag til rannsókna hefur sömuleiðis lækkað að krónutölu milli ára. Þessar staðreyndir eru í hróplegri mótsögn við þann metnað og árangur sem Háskólinn hefur sýnt við uppbyggingu framhaldsnáms og rannsókna. Það er óumdeilanlegt að Háskóli Íslands ber höfuð og herðar yfir aðra háskóla í landinu á sviði framhaldsnáms og rannsókna. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart skólanum er orðin alvarlegasta ógnunin við framtíðarupppbyggingu hans sem rannsóknaháskóla.

Félag prófessora og Félag háskólakennara krefjast þess að stjórnvöld komi að uppbyggingu Háskólans með stórauknu framlagi til rannsókna og kennslu. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að gera raunhæfan rannsóknasamning nú þegar. Í öðru lagi þarf að endurskoða fjárveitingar til kennslu í grunnnámi og gera sérstakan kennslusamning um meistara- og doktorsnámið sem tekur mið að þeirri staðreynd að framhaldsnám er mun kostnaðarsamara en grunnám.

Ljóst er að ef stjórnvöld bregðast ekki við fjárhagsvanda Háskóla Íslands mun fagleg uppbygging hans staðna.

fimmtudagur, maí 12, 2005

Þessi tók Rogers aðeins of alvarlega

Oj, ömóMér er boðið í tvö Júvóvisjónpartý og ég kemst í hvorugt því ég er á síðustu stundu með að klára BA-ritgerðina fyrir réttan tíma. *Grenj tár tár* Myndin er af félagsskít eins og mér.

Misminni?

Er mig nokkuð að misminna? Var ekki talað um að frávarpspróf, Rorschark og TAT, hafi verið ósönnuð, óáreíðanleg, ómarktæk og óréttmæt? Af hverju segja þá "fremstu réttarsálfræðingar evrópu (Haward og Gudjonsson)" að nota skuli sérhannað TAT próf við greiningu á fólki í réttarsálfræðilegum tilgangi?

Nei, ég bara spyr ...

þriðjudagur, maí 10, 2005

Sálfræði er kviksyndi, ekki vísindi!!

Við sem erum að læra sálfræði erum sérstök. Við erum fífl!!!
Af hverju ekki að viðurkenna að þessi fræði eru bull!! Bull!! Bull!! Við erum að eyða þremur árum af lífi okkar í það (bara BA) að læra að þeir frægustu og mest metnu í sálfræðinni eru hrein og bein fífl. Hvaða helvítis hálviti framkvæmir svona rannsókn?? Sú reynsla sem börn hafa hefur áhrif á þekkingu þeirra.Það er bara heimskulegt að vera sálfræði nemi. Bandura, Snyder og nánast allir þeir frægustu eru fífl. ,,Börn sem hræðast ekki, hræðast hugsanlega ekki refsingu''!!!! Ef viðtakandi fortöluboða skilur þau illa eða heyrir þau illa þá er ekki víst að þau (fortöluboðin )hafi áhrif (Perloff thí hálviti@hálvitastaðir.is) Án gríns þá er ekkert gaman að þurfa að lesa, læra og leggja á minnið drullu í námsbókum sem segir að sálfræði sé vísindi þegar venjuleg skynsemi rífur mann upp á helvítis þarmaskegginu og segir manni að amma mans hafi vitað þetta allt saman ,,mení jírs agó’’.Segir það ekki töluvert um þetta ,,plast’’ nám að það þurfi að kenna manni rök og pælingar norsks heimspekings til þess að maður skilji það að ,,þeir sem hafi trú á því að þeir geti eithvað séu líklegri til þess að gera það heldur en þeir sem hafi ekki trú á því að þeir geti það’’séu í raun eithvað sem amma vissi.Svona í alvöru ef einhver verkfræðineminn eða líffræðingurinn gefur skít í þig (kæri sálfræðinemi) vegna þess að þín fræði eru stjarnfræðilega langt frá því að vera af einhveerju viti þá endilega gefðu honum bjór og viðurkendu ósigur. Því þú eins og meistararnir ert ...............fífl.

Ótrúlegir snilingar

Sú reynsla sem börn hafa hafa áhrif á þekkingu þeirra.Michelline Chi og Randi Koeske gerðu rannsókn á minni 4 og ½ árs stráka tengdu risaeðlum. Þeir sem vissu mikið um ákveðnar risaeðlutegundir gátu frekar þekkt þær og nefnt þær heldur en þær sem þeir vissu minna um. Sem sagt: því betur sem þú þekkir hlutina, þeim mun líklegri ertu til að muna eftir þeim

HA? í alvöru...

mánudagur, maí 09, 2005

Greind og planta gera gafað.

þas. Viturt.

Krossgátan í Tímariti Morgunblaðsins er frábær.

Sár undan klósettpappír => skeina. Maður með tvínefni er öskuillur => ævareiður. Mjög fyndið.

Kill the urban legend

Árið 1957 kom fyrsta vísbendingin um að neðanmálsfortölur (subliminal messages) virki þegar James Vicary gerði rannsókn í bíósal.. Eins og svo margir muna eftir.. Hann semsagt setti inn 2 settningar "Drink Coca Cola" og "Eat popcorn" í 1 millisekúndu yfir myndinni Picnic. Í hléi þá jókst sala á Coke um 18% og sala á poppi um 58%....

Hva? og virkar þetta ekki? Nei það er ekki hægt að segja það með vissu.. því það voru gallar á rannsókninni, það var til dæmis enginn samanburðarhópur og þ.a.l ekki hægt að fullyrða um að aukning hafi orðið í sölu á kóki og poppi vegna settninganna.
Auk þess hét myndin Picnic og fólk var að borða og drekka í myndinni sem gæti hafa haft áhrif á niðurstöðurnar.. Auk þess birti Vicary niðurstöðurnar aldrei á vísindalegan hátt og því er ekki gefið þessum niðurstöðum mikin gaum.. Fyrir ekki svo löngu var tilraunin endurtekin að virtum sálfræðingum og höfðu þeir stjórn á aðstæðum.. þar kom ekki fram nein aukning....

Þannig að þetta er bara urban legend.. en svona víst ég er byrjaður á þessu og er að monta mig, hvað ég kann mikið í fortölum *hóst* *hóst* þá ætla ég að segja líka af hverju subliminal messages virka ekki....
  1. Fólk hefur misjafnan þröskuld til að skynja áreiti
  2. Ekki er hægt að fullyrða að fólk sjái eða túlki skilaboðin eins og þau eigi að verða túlkuð t.d. gætu skilaboðin "Drink coca cola" verið skilin sem "stink coca cola"
  3. Það þarf að ná allri athygli þátttakanda sem er mjög erfitt!!! nánast ómögulegt nema í tilraunaaðstæðum

Heilaskönnun og rasismi

Nú hefur heilaskönnun sýnt að meiri virkni verður í möndlungi bæði svartra og hvítra manna þegar þeir sjá svart andlit en hvítt. Þetta þýðir líklega að báðum hópunum finnst svarta andlitið meira ógnandi. Sjá hér.

sunnudagur, maí 08, 2005

Klínískt dæmi

"kæri sáli, það skilur mig enginn!"

-Nei, enda ertu kartískur tvíhyggjumaður. Þú verður að hætta því.

laugardagur, maí 07, 2005

önnur kynning

Takk Boggi fyrir að leiðbeina mér með þetta, en hér fáiði mitt fyrsta blogg með blogspot og ætli það sé ekki viðeigandi að hafa það kynningu á sjálfri mér...

Ég er s.s í sálfræðinámi, á öðru ári. Það halda líklega flestir að ég sé hætt því ég hef ekki látið sjá mig á þessum venjulegu stöðum yfir skóla önnina, -þjóðarbókhlaðan, oddi eða þá í einhverjum sálfræði tímum. En nei, mín er bara stödd í danaveldi í skiptinámi.
Ef þig langar að vita eitthvað varðandi skiptinám á BA leveli og Köben get ég sagt þér að það er ekkert rosalega sniðug hugmynd, nema ef þú kannt dönsku eða villt smá rólegheiti frá geðveikinni í HÍ :) Þetta á samt held ég að fara batnandi, en nú eru aðeins 2 áfangar á BA leveli á ensku, og er ég í þeim báðum, ég legg ekki alveg í þá dönsku. En samt er þetta búnað vera mjög gaman og öðruvísi, þó það komi til með að seinka mér einhvað í náminu.....

Jæja...
mér finnst þetta mjög sniðugt framtak og vona að sem flestir noti þessa tjáninga leið. Gangi ykkur svo öllum vel í prófum...

föstudagur, maí 06, 2005

Áróður í fyrri heimstyrjöldinni

Jæja þar sem maður er að fara i próf í fortölum á mánudag er séns að geta blaðrað örlítið um námsefnið.. þetta finnst mér alveg magnaður áfangi og þið sem klikkuð á að taka hann núna eruð mjög óheppin því hann er ekki kenndur á næsta ári.. Þið verðið bara fara í Öldrunarsálfræði að læra um intentional forgetting... haha

En það er magnað að lesa kaflan um heimstyrjöldina.. þar byrjaði nú áróðursmaskínan.. Bretar tóku og rústuðu áróðursstríðinu í fyrri heimstyrjöldinni en þjóðverjar tóku þá seinni.. og vegna þess hve Bretarnir og aðrir bandamenn voru duglegir í því að bera út lygar og áróður í fyrri heimstyrjöldinni, tók heimsbyggðin ekki almennilega við sér í seinni vegna þess að það var bara gott dæmi um úlfur úlfur söguna..

Bretar notuðu mikið söguna af Edith hjúkrunarkonu sem þjóðverjar tóku af lífi fyrir að hjálpa breskum hermönnum að flýja.. hún var gerð að píslavætti og allir hötuðu þjóðverja fyrir grimmdarleg morð á konum... Það skipti engu máli þótt Frakkar væru þrælduglegir í því að myrða konur..
Bretar nouðu líka dæmið um Lusitaniu sem var farþegaskip frá bandaríkjunum og Þjóðverjar sökktu því 1915.. þetta var dæmi um hversu grimmdarleg þjóð þjóðverjar voru... það skipti heldur engu máli að lestar skipsins voru fullar af vopnum..

En ég ætla nú ekki að hafa þetta langt.. langaði bara deila með ykkur smá af því sem ég er að lesa... sem hljómar nú örlítið skemmtilegra en þurrkuntan sem þið eruð að lesa í Perranum....

-góðar stundir

Hvernig gengur í perranum

Hæ hæ krakkar hvernig gengur ykkur að lesa fyrir perrann. Ég er bara kominn á bls 717 og á því bara eftir 375 blaðsíður. Ég sem ætlaði að lesa þetta einu sinni og þýða þetta svo allt (það er bara svo mikið betra að lesa á íslensku). Ætli ég verði ekki bara að vaka í alla nótt og láta nægja að lesa þetta bara einu sinni. Málið er bara það að þetta er bara allt svo mikilvægt og ég bara get ekki lagt þetta allt á minnið. T. d. taflan á bls 301 ,, The odipus and castration complex'' ég bara get ekki lært hana utanað ég er búinn að reyna allt. Sem betur fer er ég líka með glósur frá frænku minni sem er við nám í réttó og tók þar valáfanga í félagssálfræði 101. Geggjað stuff á svona venjulegu máli ekkert svona fræði eitthvað.

Allavega látið vita hvernig gengur
p.s Ég er líka með nokkrar spurningar um Skinner (skil hann bara ekki alveg)

Peak experience!!

Nú munar bara mínútum að ég nái þessu takmarki. Positive regard mælirinn er að lálgast 100 og empathetic understanding er í 94!!

Eftir augnablik ljóma bækurnar í gullnum loga og þekkingin lýkst upp fyrir mér.

Eða: ekki ...

Gangi ykkur vel perrarnir ykkar.

Svar við póstinum hér fyrir neðan

Þetta var örugglega svona criterion group aðferð:

Falleg börn eru lík Gerber baby:


Ljót börn eru lík Horror baby:

Beautifull is better?

Og hver var kríterían hjá þeim??

Nýir Pennar

Allt að gerast og sálfræðinemar taka við sér, enda prófatíð og þá nota menn hvaða afsökun sem er til að forðast lestur...

En það hafa örlitlar breytingar orðið hér.. til þess að sækja um aðgang á síðuna þá er fólk beðið um að senda póst á salnem@hotmail.com

Kynningar

Sæl, ég heiti Tjörvi. Ég er á 2 ári. Ég er homo sapiens.

Uppáhalds liturinn minn er blár, uppáhalds myndin mín er Love Actually. Ég hef yndi af göngutúrum um engi sem nýlega hefur rignt á. Ég hef positive regard gagnvart þessu framtaki og empathy gagnvart skoðunum annarra. Ég vonast til að verða sjálfsbirtur. Uppáhalds sálfræðingurinn minn er Mark Snyder og uppáhalds tilraunin mín er "hver er uppáhlds bókstafurinn þinn?"

Bara svona að segja hæ

Best að kynna sig fyrir þeim sem ekki þekkja mig. Ég er þriðja árs nemi í sálfræði (en vonandi ekki mikið lengur, BA-ritgerð þið skiljið), ég er kjallararotta og neurotic introvert samkvæmt persónuleikakenningu Eysencks.

Þetta er ég:

fimmtudagur, maí 05, 2005

Gott framtak!!!!!!!!!!

Mér líst vel á þetta!!!!!!!! Mér var farið að hundleiðast þessi verkefnaskortur sem hrjáir mann í prófunum það er nákvæmlega ekkert að gera. Ég lofa því að ég Dr Confabulation mun verða virkur takandi í þessu rómatíska netsambandi.

miðvikudagur, maí 04, 2005

Komiði sæl

Eins og allir vita þá eru sálfræðinemar við Háskóla Íslands stórkostlegir pennar sem leiddi af sjálfsögðu til þess að leyfa þessum góðu pennum tjá sig á internetinu
Hugmyndin með síðunni er að nemendur í sálfræði (2.árs nemar og upp úr) myndu hafa aðgang að síðu þar sem það gæti skrifað pælingar sínar um námsefnið, rosalegar uppgötvanir eða jafnvel heimspekilegar spekjúlarsjónir....Ef þú hefur áhuga að skrifa á síðuna, endilega sendu póst á salnem@hotmail.com og þér verður úthlutað aðgangur að síðunni.
En annars bara Gleðilega prófatíð og gleðilegt sumar og sjáumst í haust hress og kát