Sálfræðinemar hafa orðið

sunnudagur, maí 22, 2005

Arg, ég er brjáluð

Var að lesa grein í viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. Fyrirsögnin er "Stefnumót óræðni og agaðs skipulags". Þar er talað um samstarfs verkfræðinga og einhvers guðfræðisálgreinis. Upphafsorð greinarinnar hljóma svona:

"Ímynd verkfræðinnar er rúðustrikað blað, útreikningar og staðlaðir verkferlar. Ekki mikið svigrúm þar. Guðfræði og sálfræði hafa hins vegar á sér stimpil sveigjanleika, óræðni og endalausrar leitar. Vekur ekki tilfinningu um kalt og agað raunsæi."

ARRRRRRRRRRRRRRRRRG!!!!!!! Hvaða djöfulsins della er þetta?!? Á einhver bévítans sálgreinir að representera sálfræðina? Mikið held ég nú að þetta muni bæta ímynd sálfræðinga á meðal verkfræðinga, eða hitt þó heldur. Óræðni? Leit? ANDSTÆÐA VIÐ RAUNSÆI?!?

Mér er skapi næst að skrifa í blöðin. Hver er með í því?