Sálfræðinemar hafa orðið

mánudagur, maí 09, 2005

Kill the urban legend

Árið 1957 kom fyrsta vísbendingin um að neðanmálsfortölur (subliminal messages) virki þegar James Vicary gerði rannsókn í bíósal.. Eins og svo margir muna eftir.. Hann semsagt setti inn 2 settningar "Drink Coca Cola" og "Eat popcorn" í 1 millisekúndu yfir myndinni Picnic. Í hléi þá jókst sala á Coke um 18% og sala á poppi um 58%....

Hva? og virkar þetta ekki? Nei það er ekki hægt að segja það með vissu.. því það voru gallar á rannsókninni, það var til dæmis enginn samanburðarhópur og þ.a.l ekki hægt að fullyrða um að aukning hafi orðið í sölu á kóki og poppi vegna settninganna.
Auk þess hét myndin Picnic og fólk var að borða og drekka í myndinni sem gæti hafa haft áhrif á niðurstöðurnar.. Auk þess birti Vicary niðurstöðurnar aldrei á vísindalegan hátt og því er ekki gefið þessum niðurstöðum mikin gaum.. Fyrir ekki svo löngu var tilraunin endurtekin að virtum sálfræðingum og höfðu þeir stjórn á aðstæðum.. þar kom ekki fram nein aukning....

Þannig að þetta er bara urban legend.. en svona víst ég er byrjaður á þessu og er að monta mig, hvað ég kann mikið í fortölum *hóst* *hóst* þá ætla ég að segja líka af hverju subliminal messages virka ekki....
  1. Fólk hefur misjafnan þröskuld til að skynja áreiti
  2. Ekki er hægt að fullyrða að fólk sjái eða túlki skilaboðin eins og þau eigi að verða túlkuð t.d. gætu skilaboðin "Drink coca cola" verið skilin sem "stink coca cola"
  3. Það þarf að ná allri athygli þátttakanda sem er mjög erfitt!!! nánast ómögulegt nema í tilraunaaðstæðum