Sálfræðinemar hafa orðið

laugardagur, maí 07, 2005

önnur kynning

Takk Boggi fyrir að leiðbeina mér með þetta, en hér fáiði mitt fyrsta blogg með blogspot og ætli það sé ekki viðeigandi að hafa það kynningu á sjálfri mér...

Ég er s.s í sálfræðinámi, á öðru ári. Það halda líklega flestir að ég sé hætt því ég hef ekki látið sjá mig á þessum venjulegu stöðum yfir skóla önnina, -þjóðarbókhlaðan, oddi eða þá í einhverjum sálfræði tímum. En nei, mín er bara stödd í danaveldi í skiptinámi.
Ef þig langar að vita eitthvað varðandi skiptinám á BA leveli og Köben get ég sagt þér að það er ekkert rosalega sniðug hugmynd, nema ef þú kannt dönsku eða villt smá rólegheiti frá geðveikinni í HÍ :) Þetta á samt held ég að fara batnandi, en nú eru aðeins 2 áfangar á BA leveli á ensku, og er ég í þeim báðum, ég legg ekki alveg í þá dönsku. En samt er þetta búnað vera mjög gaman og öðruvísi, þó það komi til með að seinka mér einhvað í náminu.....

Jæja...
mér finnst þetta mjög sniðugt framtak og vona að sem flestir noti þessa tjáninga leið. Gangi ykkur svo öllum vel í prófum...