Sálfræðinemar hafa orðið

föstudagur, maí 06, 2005

Áróður í fyrri heimstyrjöldinni

Jæja þar sem maður er að fara i próf í fortölum á mánudag er séns að geta blaðrað örlítið um námsefnið.. þetta finnst mér alveg magnaður áfangi og þið sem klikkuð á að taka hann núna eruð mjög óheppin því hann er ekki kenndur á næsta ári.. Þið verðið bara fara í Öldrunarsálfræði að læra um intentional forgetting... haha

En það er magnað að lesa kaflan um heimstyrjöldina.. þar byrjaði nú áróðursmaskínan.. Bretar tóku og rústuðu áróðursstríðinu í fyrri heimstyrjöldinni en þjóðverjar tóku þá seinni.. og vegna þess hve Bretarnir og aðrir bandamenn voru duglegir í því að bera út lygar og áróður í fyrri heimstyrjöldinni, tók heimsbyggðin ekki almennilega við sér í seinni vegna þess að það var bara gott dæmi um úlfur úlfur söguna..

Bretar notuðu mikið söguna af Edith hjúkrunarkonu sem þjóðverjar tóku af lífi fyrir að hjálpa breskum hermönnum að flýja.. hún var gerð að píslavætti og allir hötuðu þjóðverja fyrir grimmdarleg morð á konum... Það skipti engu máli þótt Frakkar væru þrælduglegir í því að myrða konur..
Bretar nouðu líka dæmið um Lusitaniu sem var farþegaskip frá bandaríkjunum og Þjóðverjar sökktu því 1915.. þetta var dæmi um hversu grimmdarleg þjóð þjóðverjar voru... það skipti heldur engu máli að lestar skipsins voru fullar af vopnum..

En ég ætla nú ekki að hafa þetta langt.. langaði bara deila með ykkur smá af því sem ég er að lesa... sem hljómar nú örlítið skemmtilegra en þurrkuntan sem þið eruð að lesa í Perranum....

-góðar stundir