Sálfræðinemar hafa orðið

fimmtudagur, september 22, 2005

Aðeins fáeinar sígarettur á dag geta verið stórskaðlegar

Þetta er fyrirsögn á frétt á Mbl.is í dag. Neðst í fréttinni stendur svo:

Hjá konum juku ein til fjórar sígarettur á dag hættuna á banvænum lungnakrabba allt að því fimmfalt. Hjá körlum var aukningin þreföld. Mælingin á þessu var þó gerð á það fáum körlum að niðurstaðan telst varlega marktæk.

Höfundur rannsóknarinnar, Kjell Bjartveit, segir að af niðurstöðunum sé ekki unnt að draga neinar ályktanir um hvaða áhrif reykingar öðru hvoru - eins og til dæmis ef reyktar eru fáeinar sígarettur í partíi á laugardagskvöldi - hefði á heilsufarið til langs tíma litið.

Aðrir vísindamenn hafa látið í ljósi nokkrar efasemdir um norsku rannsóknina og bent á að aðrar stórar rannsóknir hafi ekki leitt í ljós að ef reyktar séu innan við tíu sígarettur á dag auki það hættuna á hjartasjúkdómum.


OK, í fyrsta lagi, af hverju er verið að segja frá svona rannsókn þar sem engar ályktanir er hægt að draga um neitt? Núllniðurstöðu er skellt upp sem stórasannleik! Og hvað í fjandanum er "varlega marktæk"?