Sálfræðinemar hafa orðið

fimmtudagur, september 29, 2005

Meiri umræður

Til að fá svona góðar umræður á koppinn, hvernig væri að sýna hvað í ykkur býr.. hehe

Átján landskunnir íþróttamenn og leikarar skýra frá því í blaðaauglýsingu að þeir hristi af sér slen með því að drekka Prana-zap safa með morgunmatnum, þeim gangi meðal annars betur að koma sér á fætur og til starfa. Gunnar Nýald, umboðsmaður safans segir að safanum sé einmitt ætlað að vinna bug á slenþörf manna og yfirlýsingar átjánmenninganna sýni að það geri hann svikalaust. Gunnar telur að af þessu megi ráða að safinn kunni að hafa góð áhrif á þá sem eiga við þunglyndi að stríða. Hann leggur til að þunglynt fólk kaupi slíkan safa og bergi af honum oft og mikið. Látum sem þið vinnið hjá meðferðareftirliti Gullbringusýslu og ykkur ber að skila greinargerð þar sem gerðar eru rækilegar athugasemdir við yfirlýsingu Gunnars.

Metið fyrst og gagnrýnið yfirlýsingar hans á rökstuddan hátt og bendið á veilur í málflutningi hans.
Lýsið síðan skipulega og nákvæmlega þeim kröfum sem gera þarf til rannsóknar á gildi meðferðar eins og þeirrar sem Gunnar leggur til. Lýsið meðal annars hvernig varast megi algengar gildrur, hvernig skipuleggja skuli og meta mælingar og gögn.