Sálfræðinemar hafa orðið

miðvikudagur, september 14, 2005

pæli smæli, hugsi pugsi

lenti í ansi skemmtilegri rökræðu við vinkonu mína sem er að læra hagfræði og heimspeki um merkingar orðanna/hugtakanna meðvirkur og sjálflægur (www.fjolaosk.blogspot.com). Hún vildi meina að við værum öll annað hvort meðvirk eða sjálflæg. Ég vildi meina að við værum bæði, bara eftir aðstæðum, umhverfi og hverja við erum að umgangast.
eftir þessa rökræðu komst ég að því að þessi orð eru orðin tískuorð. Fólk er farið að nota þetta mikið í töluðu máli og það sem verra er það leggur oft vitlausa merkingu (merkingin hefur bjagast) í orðin. Veit í raun ekki hvað það er að segja þegar það notar þessi orð/hugtök.
Alveg eins með ofvirkni og athyglisbrest. "Allir eru með ofvirkni og athyglisbrest" bara af því að orðin eru ofnotuð og mjög oft á rangan hátt. Foreldrar (og aðrir sosum líka) tala um að börnin sín séu ofvirk þegar þau eru með læti og að þau séu með athyglisbrest ef að þau hlusta ekki á öskrin eða röflið í þeim. Svona tala fullorðnir um hvern annan líka. Mamma kallar ömmu ofvirka og með mótþróaþrjóskuröskun af því að hún er það sem ég myndi kalla orkumikil og þver. Erum við alltaf að leitast við að "sjúkdóms" greina hvert annað? hafa e-n blóraböggul eða afsökun fyrir hegðun okkar?

undarlegt alveg...