Sálfræðinemar hafa orðið

þriðjudagur, september 13, 2005

Víst erum við náttúruvísindi

Alltaf sama rifrildið... við viljum vera metin sem vísindamenn.. við tilheyrum ekkert þessu félagsvísindapakki er það?? Rembingurinn er oft svo mikill að menn hætta sjá fyrir hverju við erum að berjast! Viljum við bara staðfesta sálfræði sem vísindagrein eða viljum við starfa sem vísindamenn og fá að lokum okkar viðurkenningu vegna þeirra starfa og lausna sem við náum í gegn! Við gleymum oft að sálfræðin er ekki nema rúmlega 100 ára.. og við erum ekki nema búin að starfa innan vísindalegs ramma í rúmlega 100 ár... Þannig að það er ekkert skrítið að við erum bara byrja spilið!

En ég held samt að það vanti bara hugsjónarmenn í Sálfræðina í dag.. Það eru svo ótrúlega margir sem vilja bara feta í fótspor og halda uppi hugmyndum og pælingum án þess að véfengja þær! Er ekki aðal málið að vera gagnrýnin? Það er einmitt málið.. Það er aðal áherslan lögð einmitt á gagnrýna hugsun! En vandamálið er kannski að við erum alltaf föst í hringavitleysu, við getum alltaf gagnrýnt og breytt okkar kenningum og staðreyndum. Við getum ekki gagnrýnt og breytt þyngdarlögmálinu! Verkfræðingur sem er yfirlýstur efasemdarmaður um þyngdarlögmálið er ekki mikið treyst til að hanna flugvélar er það??
Hver er þá stefnan? Eigum við að reyna finna lögmál hegðunar og hugsunar? Er það ekki akkúrat málið? En til þess verðum við að vera með grunninn. Verðum að byrja með einhvern upphafspunkt. Hvar eigum við að byrja?