Sálfræðinemar hafa orðið

mánudagur, október 03, 2005

Why, oh why?

Þetta átti að vera komment en varð of langt.

En, já, af hverju fór ég í sálfræði?

  1. Ég er sko sporðdreki, og sporðdrekar eiga að vera svo djúpir og fara í sálfræði (OMG, ég trúi ekki að ég sé að gangast við þessu :-O)

  2. Fór í sálfræði 103 í MH hjá Aldísi, konunni hans Jörgens Pind, og heillaðist af sálfræði eins og hún var kennd þar. Því miður var það bara glansmynd. Til gamans má geta að ég kenni núna sálfræði 103 á móti Aldísi (og er örugglega að búa til sömu glansmynd).

  3. Ég er mikill tölvunörd INNI í mér, og var alltaf í tölvuleik sem heitir Creatures. Þetta eru litlar verur sem læra að tala, svona gervigreindardót. Mig langar ennþá að gera litlar verur sem tala...