Sálfræðinemar hafa orðið

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Próf og Spjallborð

Gleðilega hátíð krakkar.. prófahátíð þ.e.a.s.. Ég vona að allir hafi verið duglegir að lesa frá upphafi og enginn sitji með mikið efni á hakanum og þurfi að frumlesa í desember.. hóst hóst.. Ég var nú einmitt að tala um hversu mikið ég ætlaði að bæta mig í lestri þessa önnina.. hmm jæja besta forspá um hegðun er einmitt... já fyrri hegðun :) hehe

En mér datt í hug að fólk langaði að tjá sig voðalega mikið.. það greinilega gerir það á þessari síðu... það vantar eiginlega spjallborð fyrir sálfræðifólk..kannski að stjórnin fari í það eftir áramót.. en þangað til er fínt spjallborð hérna.. um að gera að skrá sig og spjalla... en það er einmitt sér þráður fyrir þá sem eru vísindalega þenkjandi og vilja ræða sálfræðina út í gegn hérna...

jæja.. hættur þessu rugli.. farinn að lesa..

Góða skemmtun og gott gengi í prófatíðinni..